Borið hefur á því skjólstæðingar stofnana, og sækja fundi hafa óskað eftir að fá gefins AA bækur, bæði vegna 12 spora vinnu og til að kynna sér AA. Mikilvægt er að AA lesefni sé aðgengilegt fyrir þá sem vilja nálgast það en eru ekki í aðstöðu til þess.
Hér er listi yfir þær stofnanir sem um er að ræða:
SAAS biðlar til AA deilda, að gefa reglulega AA bækur til þessa mikilvæga starfs innan þeirr stofnana sem AA fundir eru haldnir. Hver deild hefur val um þann fjölda bóka sem hún vill gefa sem og hversu oft slíkar gjafir eiga sér stað. Auk AA bókarinnar geta deildir ákveðið að gefa annað AA lesefni s.s. 12 reynsluspor og 12 erfðavenjur, Lífsviðhorf Bills, Hugleiðingu dagsins o.s. frv.
Mikilvægt er að bækurnar séu ónotaðar en vel hefur reynst að deildir merki bækurnar sem þær gefa með nafni deildar innan á kápu bókanna. Einnig meiga deildir, ef áhugi er fyrir, setja nöfn (aðeins fornöfn) og símanúmer meðlima sem bjóða fram hjálp sína til þess að leiðbeina fólki að feta AA leiðina. Ath. SAAS mun svo á mánaðarlegum fundum ákveða útdeilingu á bókunum til stofnana, eftir þörfum.
Deildir geta afhent bækurnar á mánaðarlegum SOS og SAAS fundi sem haldnir eru í Gula Húsinu að Tjarnagötu 20, 101 Reykjavík, 1. Þriðjudag hvers mánaðar frá klukkan 18.00 til 19.30. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti á saas.rvk@gmail.com til að fá frekari upplýsingar.