Leikreglur endurúthlutun

Úthlutunin

  1. Stefnt er að því að allar deildir fá a.m.k einn fund
  2. Í framhaldi, varðandi fjölda funda er svo er litið til þess hvað deildin sækir um marga fundi.
  3. Einnig er horft til þess hvað deildin hefur verið að þjónusta marga fundi til þess að meta þjónustugetu hennar.
  4. Við úthlutun þarf að m.a að taka tillit þess hvort um kynjaskipta fundi sé að ræða eða blandaða.
  5. Litið er til umsókna deilda og reynt að uppfylla óskir eins og hægt er.

Ath. mikilvægt er að þeir 12. spors fulltúar sem sækja um þjónustu fyrir hönd deilda séu meðvitaðir um þjóunustugetu deildarinnar t.d. að innan deildar sé nægur fjöldi einstaklinga sem uppfylla kröfur stofnanna og SAAS til þess að fá að fara með fundi inná þær stofnanir sem um er að ræða. Mælst er með að það séu a.m.k. 4-5 manns í kjarna deildarinnar sem uppfylla kröfurnar. Hægt er að sjá kröfur hverrar stofnunar og SAAS á heimasíðu SAAS undir flipanum Sjúkrahús og stofnanir og undir hverri stofnun. Auk þess er mikilvægt að 12. spors fulltrúi deildarinnar skráir upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við hann.

Við úthlutun er reynt að láta sanngirnissjónarmið ráða ferðinni og er auk ofangreinds m.a. horft til eftirfarandi þátta:

  • Fyrri reynslu deilda t.d. hvort deildin hafi misst þjónustu vegna vanrækslu og því mikilvægt að deildir séu með raunhæf markmið um þann fjölda funda sem sótt er um.
  • Umsókna deilda á núverandi biðlistum og hvar deildir eru staðsettar á biðlista.
  • Hvort deild hafi í fyrri útlutun fengið fundi stofnun sem ekki eru haldnir fundir. T.d. á 32 a, og því mikilvægt að allt slíkt komi fram í umsókn deildarinnar.

Fulltrúar deilda fá upplýsingar um úthlutunina og fá svigrúm til að bregðast við og samþykkja úthlutun. Í framhaldinu ef þeim fundum sem deildir telja sig ekki geta sinnt endurúthlutað skv. umsóknum og verklagsreglum SAAS.

 

Eftir úthlutun

Eftir úthlutun falla umsóknirnar úr gildi og þeim deildum sem vilja bæta við sig þjónustu bent á að sækja um aukna þjónustu inni á heimasíðu SAAS. Þá fer deildin á biðlista og þegar þjónusta losnar verður farið í þennan lista til að úthluta. Megin reglan við útlutun af biðlista er, ef að deildin uppfyllir öll skilyrði er koma fram hér að framanverðu, verður útlunin skv. stöðu deildarinnar á biðlistanum. Þ.e. fyrstu kemur, fyrstur fær. Stefnt er að því að biðlisti verði sýnilegur á heimasíðu SAAS.

Ef deild sinnir ekki þjónustunni þá gæti farið svo að hún missi hana. Falli niður einn fundur þá fær deildin áminningu. Gerist það aftur innan sex mánaða missir deildin þjónustuna og henni verður endurúthlutað.