1. Aðild að SAAS eiga allar AA-deildir á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem þess óska. Nýstofnaðar deildir á svæðinu öðlast aðild að nefndinni um leið og þær eru tilkynntar til skrifstofu Landsþjónustunefndar.
2. Aðildardeildir SAAS gera tillögur um tilnefningu fulltrúa í nefndina og skulu þær hafa borist eigi síðar en 2 vikum fyrir auglýstan aðalfund, enda hafi verið send skrifleg beiðni í deildirnar þar sem óskað er eftir tilnefningum. Miða skal við að tilnefndir aðilar hafi minnst 2ja ára edrúmennsku og séu virkir AA-félagar.
3. Í SAAS skulu vera eins margir fulltrúar og þörf er á til þess að sinna störfum SAAS. Velja skal a.m.k. einn varamann á móti hverjum tveimur aðalmönnum, en samþykki aðalfundar SAAS þarf fyrir tilnefningu oddamanns og gjaldkera. Fulltrúar skuldbinda sig til að starfa í nefndinni í 3 ár í senn, en geta ekki starfað aftur í nefndinni fyrr en að 5 árum liðnum.
4. Mæti nefndarmenn ekki á tvo nefndarfundi í röð og láti ekki vita af sér, er litið svo á að þeir séu hættir í nefndinni og varamaður er kallaður til.
5. SAAS skal halda a.m.k. 2 fundi á ári með fulltrúum deilda og oftar sé þess talin þörf. Fyrri reglulegi fundur nefndarinnar skal vera aðalfundur og skal hann haldinn fyrsta sunnudag í mars, nema óviðráðanleg atvik hamli. Síðari fundur nefndarinnar skal vera kynningarfundur SAAS haldinn í september. Fundi þessa skal boða bréflega til aðildardeilda með góðum fyrirvara (sjá dagskrá aðalfundar).
6. Til setu á fundum, skv. 5. gr. velur samviska hverrar deildar einn fulltrúa og annan til vara. Báðir hafa rétt til setu á fundunum, sé þess óskað. 7. Allar aðildardeildir eru eftir sem áður sjálfstæðar (sjá 2., 4. og 9. erfðavenjurnar) og geta hver um sig leitað til Landþjónustunefndar og/eða skrifstofu Landþjónustunefndar án milligöngu SAAS, sem eingöngu er ætlað þjónustuhlutverk í sameiginlegum málefnum AA-deilda svæðisins.
7. Allar aðildardeildir eru eftir sem áður sjálfstæðar (sjá 2., 4. og 9. erfðavenjurnar) og geta hver um sig leitað til Landþjónustunefndar og/eða skrifstofu Landþjónustunefndar án milligöngu SAAS, sem eingöngu er ætlað þjónustuhlutverk í sameiginlegum málefnum AA-deilda svæðsins.
8. Reglulegir fundir SAAS eru fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18:00 og standa í 1-1,5 klst. eftir því sem þörf er á og eru opnir AA-félögum til áheyrnar.
9. SAAS hefur sjálfstæðan fjárhag og er óháð öðrum fjárhagslega skv. 7. erfðavenjunni, enda skulu tekjur SAAS vera frjáls framlög AA-deilda.
10. Fjárhagsárið er almanaksárið.
11. Ávallt skal vera til í sjóði nægilegt fjármagn til rekstur SAAS í 6 mánuði (viðmið er 150.000 sett starfsárið 2015-2016). Ef umfram fjármagn er til í sjóði um hver mánaðarmót skal það renna til Landsþjónustunefndar. Að minnstar kosti skal allt umfram fjármagn í sjóði skv. ársuppgjöri renna til Landsþjónustunefndar fyrir aðalfund SAAS.
12. Á SAAS fundum skal tryggja að ávallt sé unnið að markmiðum SAAS.