Samstarfsnefnd AA-deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu kýs sér ritara úr kjörnum SAAS-fulltrúum, sem starfar eitt ár í senn. Ritari er kosinn á aðalfundi SAAS sem haldin er í mars ár hvert.
Ritari sér um að rita fundargerð á SAAS fundi sem haldinn er kl. 18.30 fyrsta þriðjudag í mánuði. Fundargerðina sendir hann í tölvupósti til SAAS-fulltrúa svo þeir geti gert athugasemdir. Eftir að fundargerðin hefur verið samþykkt á næsta fundi er hún sett inn á heimasíðu SAAS innan 3ja sólarhringa.
Ritari sér um að setja inn efni á SAAS síðuna en sér ekki um að semja það sem slíkt. Efni inn á síðuna teljast textar sem við koma starfi hvers fullltrúa og mánaðarlegt uppgjör gjaldkera svo eitthvað sé nefnt. Ritari sér um að senda út póst sem tilfallandi er, og árleg bréf sem send eru út fyrir aðalfund svo eitthvað sé nefnt.
Fráfarandi ritari aðstoðar nýjan ritara til að geta sett inn upplýsingarnar inn á vefinn. Hann afhendir eftirmanni sínum öll gögn sem eru í hans vörslu.