Hlaðgerðakot

Markmið funda á Hlagðerakoti er eins og allra annarra AA funda að bera út boðskapinn í anda 5. erfðavenjunnar.
Sjá fundadagatal neðar

Skilyrði
Hlaðgerðarkot er elsta starfandi meðferðarheimili landsins. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga ásamt umsjónarmönnum sem eru við störf allan sólahringsins til stuðnings þeim sem eru í meðferð. Í Hlaðgerðarkoti er lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt viðmót og er virðing fyrir einstaklingum höfð að leiðarljósi.
Meðferðarstarf Hlaðgerðarkots byggir á hugmyndum 12 spora kerfisins. Hér er boðið upp á vandaða og góða AA fundi þar sem skýrar reglur eru hafðar skjólstæðingum og 12. spors fulltrúum til verndunar.
Eftirfarandi reglur er mikilvægt að hafa að leiðarljósi áður en komið er með AA fund á staðinn:

  • Allir þeir sem koma með fund verða að vera í góðu andlegu jafnvægi og bata.
  • Sérhver AA deild velur sér 12. spors fulltrúa sem sér um að halda utan um fundina og mætingu á staðinn.
  • 12. spors fulltrúi verður að hafa verið edrú í 2 ár eða lengur. Hann þarf að vera virkur í 12 spora samtökum, með sponsor og að sponsa sjálfur. Hann má ekki eiga nokkurn hlut óuppgerðan við stofnunina eða þá skjólstæðinga sem dvelja þar hverju sinni.
  • 12. Spors fulltrúi ábyrgist að þeir sem koma á fundina hafi verið edrú í 1 ár eða meira, séu með sponsor og að sponsa sjálfir. 
  • Mælst er til þess að mætt sé með fund upp á Hlaðgerðarkot 15 mínútum fyrir áætlaðan fundartíma. Að fundarformið sé svipað og fundarform í deildinni og að tveir komi á fundinn. Í lagi er að þriðji aðili sé með til að setja sig inn í fundarhaldið.
  • Einstaklingar sem eru á biðlista að koma upp í Hlaðgerðarkot í meðferð mega ekki koma með fundi hingað.
  • Einstaklingar mega ekki koma með fund á Hlaðgerðarkot ef minna er liðið en þrír mánuðir frá útskrift úr Hlaðgerðarkoti.
  • Það er í lagi að bjóða upp á að sponsa þá sem eru í meðferð, en hafa í huga að einstaklingur er í meðferð þar sem er full dagskrá og ekki æskilegt að vera mikið í síma að tala við sponsor á meðferðartíma.
  • Í Hlaðgerðarkoti eru reglur þegar kemur að samskiptum kynjanna og mega konur og karlar ekki draga sig saman í meðferð. Það sama gildir um þá sem koma með fund upp á Hlaðgerðarkot. Ekki er æskilegt að karlmaður í AA samtökunum tali við konu í meðferð – eða að kona í AA samtökunum tali við karl í meðferð. Alls ekki að gefa númer til einstaklings af gagnstæðu kyni eða að koma af stað samtali eða hefja samtal við einstakling í meðferð. Gott er að muna Erfðarvenjurnar í þessu samhengi.

Vinsamlegast gangið beint til umsjónarmanns og tilkynnið komu ykkar og ritið nöfn ykkar í fundarbók á staðnum.

Fundadagar & tími
AA fundir eru haldnir mánudaga, miðvikudaga og sunnudaga kl. 20.00 og standa þeir í eina klukkustund.
Tveir menn sjá um fundinn.

Til athugunar: Það tekur ca. 20 til 4-30 mín. að aka á Hlaðgerðakot frá Reykjavík og jafnvel lengur að vetri til. Æskilegt er að menn séu ekki mættir seinna en 10-15 mín. fyrir fund. 

Fundir