Áheyrnarfulltrúar

Upplýsingar handa SAAS áheyrnarfulltrúum.

Gott er að kynna sér starfsemi SAAS. Það má gera með því að skoða SAAS.is. Þetta er til þess að áheyrnarfulltrúi geti sagt frá starfi SAAS í deildinni sinni. Venjan er að SAAS áheyrnarfulltrúi gefi skýrslu um hvað fór fram á síðasta SAAS fundi á samviskufundi í deildinni sinni. Fundargerðir má finna inni á SAAS.is. Áheyrnarfulltrúi hefur ekki kosningarétt á SAAS fundum en má gjarnan koma með athugasemdir.

Nánar má fræðast um hlutverk áheyrnarfulltrúa í Þjónustuhandbók AA samtakanna á Íslandi (sjá AA.is). Sumt af því sem þar kemur fram á þó ekki við um SAAS, t.a.m. er lágmarks edrútími annar í SAAS en í Þjónustuhandbókinni.

Ekkert skilyrði um lengd edrúmennsku er fyrir SAAS áheyrnarfulltrúa, hvað SAAS varðar. Deildir mega hins vegar setja edrúmennsku skilyrði ef þær vilja. Áheyrnarfulltrúum sem mætt hafa reglulega um tíma á SAAS fundi er gjarnan boðið að starfa í SAAS ef staða er laus. Til þess að gerast SAAS fulltrúi þarf að hafa náð tveggja ára edrúmennsku. Venjan er að þegar SAAS áheyrnarfulltrúa er boðið starf að deildin kjósi sér nýjan.

Hlutverk áheyrnarfulltrúa í deildinni er að taka við umsóknum frá félögum deildarinnar til SOS. SOS stendur fyrir sjúkrahús og stofnanir, því er um að ræða að fara inn á sjúkrahús og stofnanir, bera út boðskap samtakanna og kynna þau. Ýmis skilyrði eru fyrir því að fá að fara með fund inn á stofnun. Það er æskilegt að áheyrnarfulltrúi sé vel upplýstur um þessi skilyrði. Um þessi skilyrði má lesa á SAAS.is og í bæklingnum AA á meðferðarstöðvum.

Hér kemur svo tillaga að texta fyrir áheyrnarfulltrúa ef hann hyggst kynna starf SAAS í deildinni sinni:

Ath. tillaga tvö -styttri útgáfa,- dugar oft, engin ástæða að vera alltaf með of langt mál. Tilkynningarnar sjálfar eru feitletraðar, restin – innan sviga- eru skýringar sem óþarfi er að lesa upp. Tillögurnar eru hugsaðar sem „beinagrind“ fyrir óvana að styðja sig við ef þeir vilja, margir klára þetta fínt út frá eigin brjósti.

Tillaga 1:

„S.A.A.S., (samstarfsnefnd AA á Stór-Reykjavíkursvæðinu) sér um að manna fundi á sjúkrahús og stofnanir, AA símann og upplýsinganefnd. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starfið er velkomið að tala við mig eftir fund.

S.O.S fundir- kynningarfundir um hvernig mælst er til að bera sig að í þjónustu á vegum S.A.A.S. , eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar niður í Gula Húsi. Kl 19 30.

Tillaga 2:

„S.A.A.S. sér um að manna fundi á sjúkrahús og stofnanir og sitthvað fleira. Þeir sem hafa áhuga að vita eithvað meira eða komast í þjónustu geta talað við mig eftir fund.“


(Ath. Mælst er til að félagar mæti amk. einu sinni á S.O.S. fund til að komast í þjónustu. Væntanlega við fyrstu umsókn)