Ábyrgðarmaður starfar eitt ár í senn og er kosinn á aðalfundi SAAS sem haldin er í mars ár hvert.
Ábyrgðarmaður sér til þess að síminn sé virkur og er í sambandi við þann aðila, sem sér um símann hverju sinni, minnst einu sinni í viku. Hann sér til þess að mappan með 12. spors útkallslistanum ásamt leiðbeiningum og síminn gangi til næsta manns á laugardögum. Hann sér til þess að mappan sé lesin yfir og nýtt, af þeim sem er að svara í símann.
Ábyrgðarmaður er í sambandi við AA-skrifstofuna eftir þörfum.
Ábyrgðarmaður þarf að vanda til verks þegar valið er hver svarar í símann og reyna velja fjölbreyttan hóp á 12. spors útkallslistann. Hann styðst við SOS-listann þegar þarf að bæta við fólki inn á símalistann eða 12. spors útkallslistann.
Ábyrgðarmaður fylgist vel með 12. spors útkallslistanum þ.e. að ekki sé bætt við fólki í heimildaleysi þar sem einungis er stuðst við SOS listann.