AA fundir eru haldnir á mánudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum
Leiðbeiningar og reglur fyrir þá sem koma og halda AA fundi í sjúkrastöð SÁÁ, Vogi: Samkomulag dagskrárstjóra á Vogi sem og fulltrúa frá SAAS.
- AA fundir á Vogi eru ekki og geta aldrei verið venjulegir deildarfundir þar sem um er að ræða sjúkrahús. Þessir fundir eru haldnir í samvinnu sjúkrahússins, SAAS og AA samtakanna. Ákveðnar reglur, sem settar eru á viðkomandi meðferðarstofnun, gilda um þessa fundi og það fólk sem heldur þá.
- Gestir (þ.e. AA fólk) sem koma á Vog til að halda og leiða fundi, skulu ekki vera fleiri en 2 hverju sinni. Ef að gestir eru fleiri en 2, er hætta á að upp komi tortryggni eða ótti í skjólstæðingahópinn og þeim getur fundist þeir verða óöruggir á Vogi. Þess verður að gæta að hér komi ekki upp trúnaðarbrestur og nafnleyndin skal ætíð í hávegum höfð. Skjólstæðingar á Vogi eru oft mjög veikir og haldnir margs konar ranghugmyndum og þá er gott að tveir gestir haldi fundinn í fyrirlestrarsal, annar opni fundinn og hinn slíti fundinum.
- Þeir sem leiða og slíta fundum þurfa að halda þeim tíma í lágmarki, sem þeir tileinka sér. Hæfilegt er að opnun fundar taki 10-15 mín. og fundarslit taki 5-10 mín., þannig að gestir noti aldrei meira en 20 mín. á fundinum. Þessi regla er sett í ljósi þess að verið er að halda fundi í sjúklingahóp, sem eru ekki í tilfinningalegu né líkamlegu jafnvægi.
- AA fólk, sem koma til að halda fundi á Vogi þurfa að gæta að framkomu sinni, klæðaburði og allri hegðun inni á stofnuninni. Mælst er til þess að fólk leggi sig fram um að vera alúðlegt og vinsamlegt í framkomu, ásamt því að klæðaburður sé ekki ögrandi. Gestum er ekki leyfilegt að bjóða fram þjónustu sína sem trúnaðarmenn/konur.
- Aðstandendur Vogs áskilja sér allan rétt til að hafa áhrif á það hverjir koma og halda AA fundi á stofnuninni. Það er sameiginlegur hagur stofnunarinnar og AA samtakanna í heild að framkoma og hegðun gesta, sem halda fundi, raski ekki á nokkurn hátt því starfi sem fram fer dags daglega á Vogi. Því miður hefur það komið fyrir að gestir sem halda fundi, hafa ekki gert sér grein fyrir að um sjúkrahús er að ræða og skjólstæðinga, sem hvorki eru í líkamlegu né sálrænu jafnvægi og því mjög viðkvæmir. Það er fyrst og fremst starfsfólk Vogs að meta það hvort viðkomandi einstaklingur sé æskilegur til að halda fundi inni á stofnuninni.
- Aðstandendur Vogs áskilja sér þann rétt til að fara fram á að þeir einstaklingar sem koma með fund á Vog hafi í það minnsta 2 ára edrúmennsku að baki.
- Aðstandendur Vogs áskilja sér þann rétt til að fara fram á að þeir einstaklingar sem koma með fund á Vog séu ekki með opin sakamál í dómskerfinu.
- Ekki er leyfilegt að fara með síma inn á Vog, hjúkrunarvakt á Vogi getur geymt síma og verðmæti ef þess er þörf.
Fundir